skip to Main Content

um-fyrirtaekidSumarið 1990 auglýsti Fellahreppur eftir bíl og bílstjóra til að taka að sér akstur skólabarna, undirritaður gaf kost á sér í verkefnið og var ráðinn, ég hefur séð um þennan akstur allar götur síðan, bílakosturinn var í upphafi ein rúta af gerðinni MMC – ROSA.

Umsvif í þessum akstri hafa aukist með árunum, bílunum hefur fjölgað og þeir stækkað, fleiri verkefni hafa líka komið til og fara vaxandi, hópferðir margskonar og akstur með fólk til og frá vinnu.

Í júní 2002 stonfaði ég fyrirtæki um reksturinn, nafn þess er Sæti ehf, Sæti ehf er nú vaxandi, framsækið fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu.

Auk verkefna sem að ofan getur er Sæti ehf með sætaferðir milli Fellabæjar og Egilsstaðabæjar, farnar eru 13 ferðir á dag og stoppað á níu stöðum alla virka daga, þessi akstur er kostaður af sveitarfélaginu þannig að farþegar þurfa ekki að kaupa farmiða.

Hjá Sæti ehf starfa nú 3 til 5 bílstjórar, bílakosturinn samanstendur af 5 rútubílum af stærðum 9 til 50 sæta.
Hlynur Bragason

Back To Top